Friðrik krónprins Danmerkur heimsótti Hellisheiðarvirkjun Orku náttúrunnar í gær, þar sem hann fór fyrir danskri viðskiptasendinefnd sem er að kynna sér orkumál og kolefnisförgun Carb­fix við virkjunina.

Umbreyting rafmagns í aðra orkubera, þar á meðal vetni, er einmitt á meðal sérstakra áhugamála Dananna í viðskiptasendinefndinni.