Friðarsúlan í Viðey var tendruð í þrettánda sinn í kvöld á fæðingardegi John Lennon.

Tæplega tvö þúsund manns sigldu út í Viðey og fylgdust með þegar kveikt var á Friðarsúlunni en eins og vanalega var boðið var upp á fríar ferjusiglingar út í eyjuna. Friðarsúlan mun varpa ljósi upp í himininn til 8. desember, dánardags Lennon.

Salóme Katrín flutti tónlist í Viðeyjarnausti og koma Hamrahlíðakórinn fram við Friðarsúluna. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs flutti ávarp áður en súlan var tendruð undir laginu Imagine með John Lennon.

Tæplega tvö þúsund manns sigldu út í Viðey til að fylgjast með tendruninni.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson