Freyr Rögn­valds­­son, blaða­­maður á Stundinni, er afar ó­­sáttur við svör frá Orku náttúrunnar og Reykja­víkur­­borg um van­kanta á götu­­lýsingu í Vestur­bæ. Hann segir svör ON við á­bendingum sínum ein­­kennast af „yfir­­læti og allt að því leiðindum“ í færslu sem hann birti á Face­­book.

Hann fer flesta morgna með þriggja ára gamla dóttur sína í leik­skólann Gull­borg. Þau gangi eftir Ála­granda að gervi­gras­velli KR, þaðan eftir göngu­stíg með­fram KR-vellinum og að gatna­mótum Keilu­granda og Frosta­skjóls og yfir gang­braut við Granda­skóla. Þau gangi fram hjá leik­skólanum Granda­borg og þaðan að Gull­borg. Eldri dóttir hans fari sömu­leið í Granda­skóla.

„Á þessari leið eru nú, á 330 metra kafla, farnar perur í a.m.k. sjö ljósa­staurum. Þeir eru við Granda­borg, í beygju þar sem beygt er inn á göngu­stíginn, tveir í röð á göngu­stígnum við KR og tveir sitt hvoru megin við gang­brautina yfir að Granda­skóla. Af­leiðingin er sú að á löngum köflum leiðarinnar er kol­niða and­skotans myrkur“ segir Freyr. Fjöldi barna og full­orðinna fari sömu leið, í skóla, í­þrótta- eða frí­stunda­starf.

Gönguleiðinn sem Freyr og dætur hans fara á leið í skóla.
Mynd/Aðsend

Hann hafði sam­band við Reykja­víkur­borg á föstu­daginn í síðustu viku og vakti at­hygli á á­standinu og í­trekaði á­bendinguna á mið­viku­daginn. Freyr fékk í gær svar frá borginni um að málinu hefði verið komið til ON.

„Eftir að dóttir mín datt tví­vegis í hálkunni í morgun á leiðinni í skólann (það er reyndar efni í sér um­fjöllun að borgin skuli ekki huns­kast til að fara út með sand og salt á leið eins og þessa þegar fyrir­séð er að það sé flug­hált), og í báðum til­vikum mátti rekja það að minnsta kosti að hluta til þess að hún sá bara ekki hálku­bletti vegna ljós­leysis, hafði ég sam­band við Orku náttúrunnar. Bað ég þann sem fyrir svörum varð að ýta nú á eftir því að þetta yrði lagað einn, tveir og bingó“, segir Freyr.

„Fer út­svarið mitt virki­­lega í þetta?“

„Svörin sem ég fékk voru eigin­lega ævin­týra­leg. Það gæti tekið tvær vikur að bregðast við þessu, var mér sagt. Ég hváði bara. Skýringin væri sú að mögu­lega hefðu starfs­menn fyrir­tækisins ný­lega verið á ferðinni á svæðinu og ef svo væri þá gæti liðið langur tíma þar til farið yrði um það næst. Ég reyndi að malda í móinn, sagði að það hlyti að vera öllum ljóst að svona við­gerð þyrfti að vera í for­gangi í ljósi þess um hversu mikil­væga göngu­leið væri að ræða. En nei, það var nú al­deilis ekki. Leið sem þessi væri ekki for­gangs­svæði og því myndi þetta bara gerast með tíð og tíma. Það voru svörin sem ég fékk.“

Það sé undar­legt að fyrir­tæki í eigu borgar­búa ætli að taka sér allt að því tvær vikur til að taka á málinu. „Á­bendingum um að þetta sé kannski ekkert alveg frá­bært vinnu­lag er tekið með allt að því leiðindum og yfir­læti. Fer út­svarið mitt virki­lega í þetta?“