Freyja Haralds­dóttir birti í gær­kvöldi færslu á Face­book þar sem hún segir að mál hennar gegn Barna­verndar­stofu eigi ekkert skylt með máli Atla Rafns gegn leik­hús­stjóra Borgarleikhússins og vísar þar til skoðunar­pistils sem Steinunn Ó­lína skrifaði í Frétta­blaðið í gær.

„Nú fagna ég um­ræðu um dóms­málið (mitt) og finnst gleði­legt þegar fólk skilur um hvað það snýst. En mér finnst erfitt þegar því er stillt upp við hlið máls Atla Rafns sem á ekkert skilt með mínu. Og í sam­hengi við hat­rammt niður­rif á Þór­dísi Elvu,“ skrifar Freyja í færslunni en Hæsti­réttur stað­festi á mið­viku­daginn að Barna­verndar­stofu hafi ekki verið heimilt að synja Freyju um að vera fóstur­for­eldri.

„Að stærstum hluta er um­fjöllun um málið mitt bara fín en ég verð þó að hnýta í að Barna­verndar­stofa á ekki að bjóða mér eðli­lega máls­með­ferð af því ég er ,,greyið fatlaða konan sem getur ekki eignast börn” og þarf sam­úð,“ skrifar Freyja um sitt mál.

„Fólk hefur misst vinnuna fyrir mun minna“

„Freyja Haralds­dóttir og Atli Rafn hafa bæði orðið fyrir opin­beru að­kasti þar sem mann­fjand­sam­leg við­horf endur­speglast og er ó­hætt að segja að í máls­með­ferð beggja aðila hafi slík við­horf haft á­hrif sem urðu til þess að á þeim var brotið,“ skrifar Steinunn Ó­lína í pistli sínum en hæstiréttur dæmdi á miðvikudaginn að Borgarleikhúsið og Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri þyrftu að greiða Atla 5,5 milljónir í bætur vegna ólögmætar uppsagnar.

„Konurnar sem upp­lifðu á­reitni og of­beldi frá Atla Rafni voru ekki að kæra hann til lög­reglu. Þá væri lík­lega eðli­legt og nauð­syn­legt að þær gæfu sig fram. Þær upp­lýstu um van­líðan á vinnu­stað og í kjöl­farið var honum sagt upp störfum. Fólk hefur misst vinnuna fyrir mun minna og af sömu á­stæðum og það er ekkert ó­eðli­legt við það,“ skrifar Freyja og bætir við að Atli hafi sjálfur valið að opin­bera málið.

„Ekki að markaðsvæða of­beldi“

Freyja segist einnig ó­sátt að málið hennar sé nefnt í sam­hengi við „hat­rammt niður­rif“ á Þór­dísi Elvu en Steinunn Ó­lína fer hörðum orðum um Þór­dísi í pistlinum. Þar sakar hún Þór­dísi um að markaðs­setja of­beldi sem hún varð fyrir og vísar þar til bókar Þór­dísar þar sem hún greinir frá því of­beldinu auk þess sem hún hélt fyrir­lestra með manninum sem nauðgaði sér.

„Þegar aktiv­istar eins Þór­dís Elva tjá sig eru þau sjaldnast að þykjast vera tals­menn allra. Það er ó­þolandi að vera sökuð um slíkt fyrir að taka af­stöðu. Aktiv­istar hafa ó­líkar upp­lifanir og skoðanir og reynslu og fé­lags­lega stöðu og það má. Og þó svo að aktiv­istar skrifi bækur og haldi Ted talk fyrir­lestur eru þau ekki að markaðsvæða of­beldi,“ skrifar Freyja og spyr hvort hún væri að markaðsvæða sína lífs­reynslu því hún hafi skrifað bók og haldi úti Insta­gram síðu þar sem hún deilir sinni reynslu.