Varðskipið Freyja er komið í gráa lit Landhelgisgæslunnar en skipið fór í prófanir í Rotterdam í Hollandi í síðustu viku og var tekið í slipp að því loknu. Prófanirnar gengu vel samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar.

Í slippnum var skipið málað í hinum rómuðu grá lit gæslunnar. Gert er ráð fyrir afhendingu Freyju um og eftir 24. október og hefst heimsigling frá Hollandi nokkrum dögum síðar. Búist er við því að Freyja komi til Siglufjarðar þann 6. nóvember þar sem skipið mun eiga sína heimahöfn.

Varðskipið Freyja er 86 metra langt og 20 metra breitt og kostaði um 1,7 milljarða króna.

Freyja í bláu kápunni, áður en hún fór í gæsluliti.
Mynd/LHG