Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Þorsteinn Víglundsson forstjóri og áður varaformaður og þingmaður Viðreisnar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, ný endurkjörinn formaður BSRB fara yfir pólitíkina með Lindu Blöndal og fréttir vikunnar.

Hin eina og einstaka Nanna Rögnvaldardóttir matgæðingur Íslands kemur til Margrétar Erlu Maack

Og veðurspáin er í stuttu mali þessi hjá Sigurði Þ. Ragnarssyni: Á morgun laugardag verða stífar norðlægar áttir, 10-18 m/s. Rigning norðan og austanlands en skýjað með köflum syðra. Hiti 4-12 stig á láglendi, hlýjast sunnanlands en svalast á Vestfjörðum.

Á sunnudag verða áfram stífar norðlægar áttir, 10-18 m/s. Rigning eða skúrir með norðanverðu landinu en bjartviðri syðra. Hiti 3-12 stig, mildast suðaustanlands.