Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Karl Garðarsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknar og Vigdís Hauksdóttir, fyrrum þingmaður sama flokkt og núna borgarfulltrúi Miðflokksins fara yfir fréttir vikunnar með Lindu Blöndal. Vigdís telur að engin leið sé önnur en að kjósa aftur til þings um land allt. Karl telur það of bratt og segir mildari leið eigi að fara.

Aukin smit, sóttvarnir, talningamálið í Borgarnesi og vöruhækkun eða meintur vöruskortu ber á góma.

Sviðslistahópurinn Óður vill færa óperuna nær fólkinu, og jafnvel draga hana niður í svaðið. Þau sýna nú gamanóperuna Ástardrykkurinn í Þjóðleikhúskjallaranum og komu í föstudagsspjall. Þórhallur Auður og Sólveig Sigurðardóttir söngvarar mæta til Margrétar Erlu. Þau segja „fínni“ gesti erlendis hafa hneykslast en gestir samt engst um af hlátri og þeir verði hluti af sýningunni.

Veðurspáin fyrir helgina er þessi hjá Sigga Stormi:

Á morgun laugardag verður hæg breytileg átt með skúrum á vesturhelmingi landsins en bjart með köflum austan til. Milt í veðri.

Á sunnudag verður allhvöss norðaustan átt á Vestfjörðum og annesjum nyrðra annars hægari. Rigning eða skúrir. Hægt kólnandi veður.