Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan

Tekið verður á móti öllum flóttamönnum frá Úkraínu sem það vilja, segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður flóttamannanefndar og þingmaður á Fréttavaktinni í kvöld. Engin leið sé að segja hve margir munu koma hingað til lands í leit að skjóli eða framtíðarheimili.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs varði oddvitasæti sitt í borginni í vali Viðreisnar um liðna helgi. Sigmundur Ernir fer yfir pólítíska möguleika í samstarfi við aðra flokka eftir borgarstjórnarkosningarnar komandi.

Þórdís Lóa segir flokk sinn ganga óbundinn til borgarstjórnarkosninganna í vor. Samvinnan í núverandi meirihluta hafi gengið vel, en Viðreisn geti allt eins hugsað sér að starfa með Sjálfstæðisflokknum á næsta kjörtímabili – og þar muni málefni ráða för.

Fjarðargangan í Ólafsfirði - Ekkert annað bæjarfélag á landinu lokar umferðinni um bæinn árlega vegna 2ja daga skíðamóts líkt og á Ólafsfirði - sem er ábyggilega það allra metnaðarfyllsta skíðamót á landinu öllu. Við sjáum frábærar myndir og heyrum í þátttakendum og skipuleggjendum þessarar ótrúlegu skíðahátíðar fyrir norðan fyrr í vetur.