Fimmtíu milljóna króna verðtryggt húsnæðislán til fjörutíu ára fjórtánfaldast samkvæmt vaxtastigi dagsins og verður 700 milljónir króna þegar uppi er staðið. Nær öll ný húsnæðislán sem tekin eru um þessar mundir eru verðtryggð.

Umræða um að tónlistarmenn hafi verið snuðaðir fyrir vinnu sína við Áramótaskaupið hefur verið áberandi. „Það er erfitt fyrir listamenn að standa á sínu þegar þeir upplifa að fyrir utan hurðina sé röð af fólki sem vill vinna", segir formaður Félags íslenskra tónlistarmanna.

„Ég er minn stærsti gagnrýnandi og veit sjaldnast hvort verkin eru orðin nógu góð", segir Arndís Þórarinsdóttir, sem hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka í vikunni fyrir bók sína Kollhnís. Fréttavaktin ræðir við Arndísi í þætti kvöldsins.