Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar um miðlunartillögu setts ríkissáttasemjara í kjaradeilu SA við Eflingu þykir afgerandi en formaður SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir afturvirkar launagreiðslur veita fjölda fyrirtækja í veitingarekstri endanlegt rothögg.

Úttekt Reykjavíkurborgar á mikilvægi Borgarskjalasafns er pantað plagg og ólýðræðislega unnið, og aðför að Borgarskjalaverði, segir fulltrúi minnihlutans í borginni.

Einar Bárðarson fagnar 25 ára höfundarafmæli um þessar mundir með tónleikahaldi. Smellurinn Farin með Skítamóral var hans fyrsta frumsamda lag, af mörgum vinsælum.