Það far farið um víðan völl í þætti kvöldsins í Fréttavaktinni á Hringbraut í kvöld þegar helstu fréttaefni vikunnar voru

Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV og Dögg Hjaltalín, útgefandi hjá Sölku voru gestir hjá Sigmundi Erni Rúnarssyni í Fréttavaktinni í kvöld.

Björn lýsti yfir áhyggjum af stöðunni í deilu Rússa og Úkraínu og viðurkenndi að það sé ónotatilfinning að finna deilurnar færast nær Íslandi og Dögg talaði um mikilvægi þess að íslensk stjórnvöld styggi ekki Rússa.

Talið barst að bókaútgáfu á Íslandi og Tarot-bókina sem Salka er að gefa út þegar það styttist í jólabókaflóðið.

Björk Eiðsdóttir, ritstjóri helgarblaðsins, ræddi helgarblaðið sem er væntanlegt inn um lúgur landsmanna í fyrramálið.

Að lokum fór Margrét Erla Maack á stúfana og kannaði átakið í tengslum við Bleiku Slaufuna þetta árið.