Frétta­vaktin er á sínum stað á vef Frétta­blaðsins og á Hring­braut kl. 18:30. Horfa má á þátt kvöldsins hér að neðan.

Erla María Davíðs­dóttir og Björn Þor­láks­son ræða fréttir dagsins. Þar ber hæst ó­veður gær­dagsins, for­seti Ís­lands í björgunar­leið­angri á varð­skipi og minningar Björns um það þegar Vest­manna­eyja­gosið hófst.

Jens Bjarna­son, fram­kvæmda­stjóri hjá Icelandair telur að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir að­stæðurnar sem sköpuðust á Kefla­víkur­flug­velli um helgina þegar far­þegar voru inn­lygsa í vélum í hátt í tíu tíma.

Vara­for­maður SÁÁ segir for­kólfa sjúkra­trygginga Ís­lands hafa vegið gróf­lega að starfs­heiðri fag­fólks hjá sam­tökunum. Deilum þeirra við Sjúkra­tryggingar er nú lokið með fullum sigri SÁÁ.

Það verður glaumur, gleði og djass undir brekku­brún á Akur­eyri næstu vikurnar þegar stór­k­leikarar og lands­frægir söngvarar stíga á stokk í upp­færslu á söng­leiknum Chi­cago.

Hægt er að horfa á Fréttavaktina hér fyrir neðan á slaginu 18:30 og í útsendingu Hringbrautar: