Fréttavaktin er á sínum stað á vef Fréttablaðsins og á Hringbraut kl. 18:30. Horfa má á þátt kvöldsins hér að neðan.
Erla María Davíðsdóttir og Björn Þorláksson ræða fréttir dagsins. Þar ber hæst óveður gærdagsins, forseti Íslands í björgunarleiðangri á varðskipi og minningar Björns um það þegar Vestmannaeyjagosið hófst.
Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri hjá Icelandair telur að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir aðstæðurnar sem sköpuðust á Keflavíkurflugvelli um helgina þegar farþegar voru innlygsa í vélum í hátt í tíu tíma.
Varaformaður SÁÁ segir forkólfa sjúkratrygginga Íslands hafa vegið gróflega að starfsheiðri fagfólks hjá samtökunum. Deilum þeirra við Sjúkratryggingar er nú lokið með fullum sigri SÁÁ.
Það verður glaumur, gleði og djass undir brekkubrún á Akureyri næstu vikurnar þegar stórkleikarar og landsfrægir söngvarar stíga á stokk í uppfærslu á söngleiknum Chicago.
Hægt er að horfa á Fréttavaktina hér fyrir neðan á slaginu 18:30 og í útsendingu Hringbrautar: