Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar og þingmaður Samfylkingar, og Sigríður Andersen Sjálfstæðisflokki, sem situr í sömu nefnd, ræða sóttvarnarreglur, trúverðugleika sóttvarnaryfirvalda, gagnsæi aðgerða stjórnvalda og pólitíska ábyrgð.

Héraðsdómur úrskurðaði fyrir þremur dögum að ríkinu hafi ekki verið heimilt að skylda fólk í sóttkvíarhótel, hafi það í önnur hús að venda. Gögn verða ekki gerð opinber Reglugerð um það ætti ekki stoð í lögum. Landsréttur vísar svo frá kæru sóttvarnalæknis í gær um að halda reglunni. Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að opinbera ekki gögn sem liggja til grundvallar ákvörðun stjórnvalda um sóttkvína, þingmennirnir segja það ekki standast.

Sigríður Á. Andersen og Helga Vala Helgadóttir
Mynd/Hringbraut

Vorhretið virðist að baki og heldur fer hlýnandi að því er fram kemur í vikulegri helgarveðurspá Sigurðar Þ. Ragnarssonar jarð-og veðurfræðings í þættinum.

Blaðamennirnir Þorvarður Pálsson og Oddur Ævar Gunnarsson fara yfir innlendar og erlendar fréttir dagsins: Rólegt, kalt og hvasst á gosstöðvunum, fá Covidsmit og helst á landamærunum, Íslendingar eiga erfiðast með að halda ró sinni meðal við að setja saman IKEA húsgögn og nýjar tillögur sóttvarnarlæknis sem eiga að vera mildari en þó áhrifaríkar. Tímamótadómur Mannréttindadóstóls Evrópu (MDE) hefur verið kveðinn upp sem kveður á um skyldu til að bólusetja börn og niðurstaðan sú að Skyld­a mæa for­eldr­a til að láta ból­u­setj­a börn sín áður en þau fara í leik­skól­a. Yfirdeilda Mann­rétt­ind­a­dóm­stóls Evróp­u í máli tékkneskra barna og foreldra þeirra komst að þessu. Um grundvallardóm er að ræða hjá MDE en dómurinn er kveðinn upp af yfirdeild réttarins og hefur fordæmisgildi. Sextán af sautján dómurum standa að niðurstöðunni.