Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Úrslit Alþingiskosninganna, endurkjör atkvæða og myndun nýrrar ríkisstjórnar eru til umræðu í þættinum með góðum gestum sem mæta til Lindu Blöndal. Þetta eru þau Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur og Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans. Og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSB og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og Friðjón R. Friðjónsson almannatengill nýr varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.

veðurspá fyrir morgundaginn, þriðjudag frá Sigga Stormi.

Fyrst viðvörun. Í gildi verður appelsínugul viðvörun fyrir Vestfirði og Breiðafjörð á morgun. Og gul viðvörun fyrir Faxaflóa, norðurland vestra og norðurland eystra og austurlandi að Glettingi.

Það verður norðan stórhríð, 20-28 m/s á Vestfjörðum og við Breiðafjörð annars 13-20 m/s. Vindur verður þó mun hægari suðaustanlands. Snjókoma eða slydda með skafrenningi á fjallvegum en rigning suðaustan til einkum einkum síðdegis. Hiti 2-9 stig að deginum, mildast suðaustanlands, svalast á Vestfjörðum.