Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta:

Tómas Tómasson þingmaður Flokks fólksins og Elín Ebba Ásmundsdóttir varaformaður Geðhjálpar og rekur Hlutverkasetrið mæta til Lindu Blöndal til að ræða fréttir vikunnar.

Hin eina sanna Diddú er svo gestur Margrétar Erlu Maack í seinni hluta þáttar.

Helgarspáin fyrir veðrið hjá Sigga stormi

Á morgun laugardag verður yfirleitt hæglætisveður, helst að hann blási af austri við Breiðafjörðinn. Víða skýjað með köflum norðan og austan til og úrkomulaust þar eftir hádegi. Þungbúnara veður og hætt við minniháttar vætu suðvestan og vestan til. Hiti 0-7 stig mildast sunnan til.

Á sunnudag verður suðlæg átt. Strekkingur við Breiðafjörð og Vestfirði annars hægari. Úrkomulítið veður sunnan og vestan til en yfirleitt þurrt og bjart veður norðan- og austanlands. Hiti 0-7 stig svalast á norðausturlandi.