Fréttavaktina má sjá í spilaranum hér að ofan.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra útilokar ekki að rannsókarnefnd á vegum þingsins verði sett á fót síðar vegna sölunnar í Íslandsbanka en nýtt fyrirkomulag við sölu ríkiseigna verði að koma til og lagt verður til Alþingi að leggja niður Bankasýsluna.

Linda Blöndal ræddi við Katrínu í stjórnarráðinu í þættinum.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi telur að íslenskt eftirnafn sitt frá hvítri íslenskri móður sinni hafi fengið hana samþykkta í íslenskt samfélag. Aðalsteinn Kjartansson, blaðaamaður á Stundinni og stjórnarmaður í Blaðamannafélaginu segir að hatursorðræða megi ekki hafa dagskrárvaldið í fjölmiðlum þegar fjallað er um rasisma hér á landi.

Það er svo gaman að leika sér - Hópur fólks safnar fyrir innileikvelli og fjölskyldumiðstöð þar sem skjárinn fær frí og fullorðnir og börn leika sér saman og vinna í tengslum. Margrét Erla fer yfir það.

Veðurspáin. Á morgun blæs hann af suðaustri eða austri. Fremur hvasst fyrripartinn en lægir smám saman þegar líður á daginn. Rigning og skúrir sunnan og vestan til en þurrt og bjart norðaustanlands. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast norðaustan lands.