Fréttavaktina má sjá í spilaranum hér að ofan

Sérstök umræða var á Alþingi í dag um Íslandsbankasöluna og umræðunni beint að forsætisráðherra. Ekki var minni hiti í þessari umræðu frekta en í gær á þinginu. Sjáum brot af því sem átti sér stað á þingi seinni partinn

Salan í Íslandsbanka leiðir hugann að annari sölu á ríkiseignum upp á hundruð milljarða, sölu sem hefur ekki verið upplýst um hvernig átti sér stað eða hverjir fengu að kaupa verðmæti í almannaeigu. Uppgjör hrunáranna er fjarri því að hafa átt sér stað. Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans hefur skrifað um það sem stendur eftir í uppgjöri á Fjárfestingaleið Seðlabankans frá árunum 2012 til 2015 og Eignasafni Seðlabankans – ESÍ. Ráðherra er í lófa lagið að leggja sjálfstæðtt mat á þetta og fá öll gögn birt um þetta gjörninga, undaþága frá upplýsingalögum er löngu fallin úr gildi.

Helgi tíðindamaður Fréttavaktarinn fyrir norðan ræðir við oddvita Kattarlistans á Akureyri, Snorra Ásmundsson og einnig þann sem skipar annað sæti listans, Ásgeir Ólafsson Lie.

Guðjón Óskarsson hefur nú hreinsað upp 100 þúsundustu tyggjóklessuna á götum og gangstéttum borgarinnar – Margrét Erla hitti Guðjón við störf.

Veðrið á í kortum Sigga Storms:

Og þá að veðurhorfunum á morgun sem eru mjög svipaðar því sem var í dag.

Hæg breytileg átt víðast hvar. Fremur þungbúið á landinu og hætt við litilsháttar súld af og til vítt og breitt um landið. Hiti 4-12 stig, hlýjast suðaustanlands.

Fréttavaktin er frumsýnd alla virka daga Kl.18.30 í opinni dagskrá.