Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Freyr Eyjólfsson Þróunarstjóri hjá Sorpu og Þorkell Heiðarsson náttúrufræðingur og deildarstjóri í Húsdýragarðinum eru gestir Lindu Blö0ndal og ræða valdar fréttir vikunnar. Báðir eru meðlimir í hljómsveitirnni Geirfuglarnir og umræðum um vænelgar leiksýnanar um jólin á ármótin barst talaið að því þegar þeir léku sama hest í leiksýningunnu um Línu Langsokk, þar sem Þorkell var fremri hlutinn en Freyr „rasinn“.

Jólasveinarnir Gáttaþefur og Kertasníkir mæta svo til Margrétar Erlu. Ekki tókst að þýða almennilega hvað þeir höfðu fram að færa.

Veðurspáin er þessi:

Fyrst viðvörun. Í nótt og í fyrramálið verður í gildi gul viðvörun fyrir suðurland vegna vinds og rigningar.

En á morgun laugardag verða suðaustan 10-23 m/s, hvassast sunnan og suðvestan til með morgninum. Lægir heldur þegar líður á daginn. Rigning og síðar skúrir en úrkomulítið lengst af á norðausturlandi. Hiti 3-6 stig.

Á sunnudag verður vindur áfram suðlægur, 8-15 m/s, hvassast syðst. Skúrir eða slydduél sunnan og vestan til annars úrkomulítið. Hiti 1 til 6 stig.