Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Við verðum í sambandi við Tinnu Hallgrímsdóttur, formann Ungra umhverfissinna sem er stödd á Loftlagsráðstefnunni í Glasgow. Hún segir mál dagsin helst hafa verið umræður um stöðu fátækari ríkja og hinna þróaðri og fjármálahlið þeirra mála rædd.

Ekki síst var á allra vitorði sú staðreynd að orkumálaráðherra Ísraels Karin Elharrar sem er í hjólastól, komst ekki inn á fundarvettvang vegna slæms aðgengis fyrir fatlaða.

Slag eða heilablóðfall er algengara en við almennt erum meðvituð um. Einkenni þess að einhver sé að fá slag getur verið ýmis konar og fólk á öllum aldri geta fengið slag.

Alþjóðlegur árveknidagur um slag var síðastliðinn föstudag og þar með hófst viðmikið verkefni sem benist að börnunum okkar, 5 til 9 ára og í skólunum fá þau teknimyndaverkefni sem þau svo fara með heim og fræða hina eldir.

Það eru íslenskir taugahjúkrunarfræðingar við Landsspítalann sem standa að þessu að erlendri fyrirmynd.

Þær mæta í þáttinn: Arnrún Magnúsdóttir, leikskólakennari og frumkvöðul í forvörnum fyrir börn – en hún fékk slag sjálf fyrir árabili síðan og þurfi að læra á ganga á ný – og Marianne E. Klinke, dósent við HÍ og forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingarsjúklinga á Landspítala.

Og Margrét Erla fær til sín Hlédísi Sveinsdóttur sem er verkefnastjóri Íslenskt matardagatal.

Veðurspá Sigga storms er þessi fyrir morgundaginn, fimmtudag:

Hann blæs vestlægum áttum á morgun, 3-10 m/s. Skýjað að mestu á vesturhelmingi landsins og hætt við stöku skúrum eða slydduéljum en yfirleitt bjart veður austan til. Hiti 3-8 stig, mildast sunnan heiða.