Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Fréttir vikunnar eru markaðar að miklu leyti þingsetningu og nýjum stjórnarsáttmála og landspólitíkinni. Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis og Óðinn Jónsson, ráðgjafi og fyrrum þingfréttaritari Rúv mæta til Lindu Blöndal.

Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna voru kynntar á Kjarvalsstöðum fyrir lok vikunnar. Meðal þeirra sem tilefnd er, eru

Svikaskáldin Fríða Ísberg, Melkorka Ólafsdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Þóra Hjörleifsdóttir og Þórdís Helgadóttir fyrir bókina Olía.

Verkið er óvenjulegt að því leytinu að hér taka sex höfundar sig saman um að segja eina sögu frá sjónarhóli sex kvenna sem tengjast þó innbyrðis með mismiklum hætti. Þrátt fyrir mismunandi stíla og ólíkar raddir höfunda verður úr sterk samfelld frásögn þar sem samtímamálefni eru til umfjöllunar.

Ragnheiður Harpa og Sunna Dís mæta til Lindu Blöndal.