Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan
Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:
Þingmennirnir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn og Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki fara yfir stjórnarmyndunarviðræðurnar og ekkert þeirra telur að sama stjórn sé í höfn.
Enn fremur er farið yfir vinnu þingmannanefndarinnar - undirbúnings-kjörbréfanefndar svonefndar en í henni er Vilhjálmur og Hanna Katrín sem áheyrnarfulltrúi – nefndin rannsakar lögmæti talningarinnar í norvesturkjördæmi og vafamál þar um og mun svo skila til kjörbréfanefndar sem leggur tillögu sína fyrir Alþingi. Atkvæðagreiðsla þingsins þar um mun hafa úrslitaáhrif um lögmæti talningar í norðvesturkjördæmi. Í þeirri vinnu segir Hanna Katrín að um í raun sé „pólitíkin allt um lykjandi“ í málinu í heild sinni. Öll telja að dómsmál muni verða í kjölfar niðurstöðu Alþingis sem þó mun vera lokaniðurstaðan, dómstólar munu þá frekar dæma miskabætur eða annað.
Og stutt veðurspá fyrir helgina frá Sigga Stormi:
Það verður stund milli stríða í veðrinu á morgun en svo fer veður smám saman versnandi og horfur á vonskuveðri á sunnudag.