Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Ný ríkisstjórn verður mynduð í Afganistan en Talibanar eru ekki samstæður hópur og munu þurfa að reiða sig á efnahagslegan stuðning utan landsins – segir Gunnar Hrafn Jónsson blaðamaður og fréttaskýrandi. Þeir halda mildari ásjónu en áður á lofti í þeim tilgangi að mynda tengsl utan lands en einnig hafa nýjir leiðtogar tekið við af hinum eldri og herskárri. Nútíminn krefst þess, segir Gunnar Hrafn að talibanar hafi tengsl við einhver ríki eða hagmunahópa til að styrkja sig efnahagslega og viðskiptalega séð.

Stjórnvöld víða um heim skerða tjáningarfrelsi fólk í skjóli Covid- faraldursins – Herferðarstjóri Íslandsdeildar Amnesty segir samtökin fylgjast vel með slíkum mannréttindabrotum. Bryndís Bjarnadóttir, herferðarstjóri mætir í þáttinn.

Framundan er fremur vætusöm helgi á landinu vestanverðu en eystra má áfram búast við bjartviðri með hita allt að 19 stigum. Þetta er kjarninn í helgarveðurspá Sigga Storms.