Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Innistæða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði klárast upp úr áramótum, segir Drífa Snædal forseti ASÍ sem gagnrýnir jafnframt ríkisvaldið fyrir að hafa svikið gerða samninga.

Vonir og vonbrigði eftir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna - Rafn Helgason sérfræðingur í loftslagsmálum er nýkominm frá Galsgow og rekur það sem eftir situr af þessum sögulega fundi.

Rödd kvenna af erlendum uppruna heyrist allt of sjaldan segir kvikmyndagerðarkona sem gerði hversdagsheimildamyndina Hvunndagshetjur. Margrét Erla ræðir við Magneu Björk Valdimarsdóttur kvikmyndagerðarkonu og Zineta Pidžo heilbrigðisritara hjá Landspítala.

Veðurspáin fyrir morgundaginn, þriðjudag frá Sigga stormi:

Á morgun verður suðvestlæg eða breytileg átt á landinu 5-15 m/s hvassast syðst um miðjan daginn. Skúrir eða slydduél sunnan- og vestanlands. Snýst í stífa norðan átt annað kvöld með snjókomu eða éljum norðanlands. Hiti 0-5 stig að deginum, mildast suðvestan til.

Í stuttu máli verður þetta veðrið:

Um miðjan dag á morgun verður bálhvasst í höfuðborginni og suðvestan til. Snýst í norðan átt annað kvöld með snjókomu fyrir norðan.

Í stuttu máli: Um miðjan dag á morgun verður bálhvasst í höfuðborginni og suðvestan til. Snýst í norðan átt annað kvöld með snjókomu fyrir norðan.