Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi Almannavarna og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra mæta í fréttir vikunnar með Elínu Hirst. Loftslagsráðstefnan í Glasgow ber hæst á góma enda sett á sunnudag og stendur í tvær vikur.

Er ég mamma mín? er leikverk sem er sýnt á Nýja sviðinu í Borgarleikhússinu –Það er orðið þó nokkuð síðan að það var frumsýnt og hefur gengið í gegnum alls kyns Covid frestanir, fjórar frestanir á fumsýningu! Þarna er á ferð skemmtileg og mjög fyndin sýning en kjarninn er alveg alvöru.

María Reyndal, leikstjóri og höfundur og Sólveig Guðmundsdóttir, leikkona sem leikur aðalhlutverkið, hana Ellu mæta til Lindu Blöndal sem sótti sýninguna á dögunum. Aldraða mömmu hennar leikur Kistbjörg Kjeld listilega og hlaut Grímuverðlaun fyrir, engum að óvörum.

Veðurspáin fyrir helgina er þessi í spá Sigga storms:

Hann blæs norðlægum áttum þessa helgina með stífum vindi á sunnudaginn. Bjart veður sunnan og vestan til, rigning um norðaustan og austanvert landið annars úrkomuminna. Hiti 4-8 stig á morgun laugardag. Kólnandi veður á sunnudag.