Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri og Árni Helgason lögmaður, bæði pistlahöfundar Fréttablaðsins fara yfir fréttir vikunnar með Lindu Blöndal. Pólitíkin – myndun ríkisstjórnar og staða flokkanna, dýrar auglýsingar hagsmunasamtaka s.s. ASÍ og jólageit IKEA ber á góma.

Ari Eldjárn skemmtikraftur mætir til Margrétar Erlu Maack og svo er það helgarverðurspáin felur í sér vonskuveður á sunnudag.

Spáin er svona hjá Sigurði Þ. Ragnarssyni: Á morgun, laugardag, verða austan og norðaustan 8-15 m/s sunnan og vestan til annars hægari. Skúrir eða slydduél syðra en él fyrir norðan. hiti 1 til 5 stig mildast syðst.

Á sunnudag verður allhvöss og sumstaðar hvöss norðaustan átt, hvassast á Vestfjörðum og við suðurströndina en hægari á norðausturlandi. Rigning eða slydda um sunnanvert landið, einkum síðdegis, en snjókoma með köflum á norðvestanverðu landinu annars úrkomulítið. Hiti 1-4 stig.