Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta:

Spálíkön vegna Omíkrón smita ná ekki að halda í við útbreiðslu smitanna, segir Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands en gera má ráð fyrir að við verðum með fleiri smit en nokkru sinni fyrr á næstunni

Fara í sund á aðfangadag, láta börnin borða þungan mat í hádeginu og leggja sig, strauja jólanáttfötin. Þetta eru nokkur fjölmargra ráða sem þau Hallveig Kristín Eiríksdóttir sviðshöfundur og Arnar Geir Gústafsson borgarskipulagsfræðingur og sviðshöfundur fengu um helgina á sérstökum jólaráðabás í jólaþorpinu í Hafnarfirði. Þau mæta með ráðin til Margrétar Erlu.

Og á Oddeyri á Akureyri lúrir lágreist steinhús frá þriðja áratug tuttugustu aldar Við förum í Litlu búðina þar sem kristilegur blær svífur um þetta aldargamla hús.

Veðurspáin fyrir morgundaginn, þriðjudag er þessi:


Það verður víðast hægur vindur á morgun. Smáskúrir allra syðst, stöku él allra norðaustast annars bjart veður. Frostlaust með suðurströndinni annars frost 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.