Fréttavaktin – þjóðmálaþáttur Hringbrautar hefur göngu sína á ný eftir sumarleyfi.

Fréttayfirlit dagsins alla virka daga með blaðamönnunum á vaktinni - Menning og mannleg málefni auk stjórnmálaumræðunnar er sem fyrr á Fréttavaktinni – og allt annað sem kemur okkur öllum við frá erlendum vettvangi sem og innanlands.

Alþingiskosningarnar í næsta mánuði munu setja mark sitt á umræðuna en ekki síst heilsufar íslensks samfélags; heilsa þjóðarinnar og efnahagslífsins.

Veðurspár Sigurðar Þ. Ragnarssonar verða á sínum stað og einnig frásagnir af pólitík og mannlífi á Suðurnesjum og úr Eyjafirðinum.

Umsjónarmenn Fréttavaktarinnar eru sem fyrr þau Linda Hrönn Blöndal, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Margrét Erla Maack.

Fréttavaktin er áfram á slaginu 18.30 alla virka daga á Hringbraut.