Í Frétta­vaktinni í kvöld fjöllum við um öryggis­mál við gos­stöðvarnar.

Rætt verður við Her­mann Vals­son sem er reyndur leið­sögu­maður en hann kom að ísraelskum hjónum með tvö köld og þreytt börn á gos­stöðvunum og gagn­rýnir að alls ekki sé nægjan­lega vel staðið að því að upp­lýsa ferða­menn hér á landi um þær hættu­legu kring­um­stæður sem þeir geta lent í á Ís­landi.

Sig­mundur Ernir fjallar um ný sam­tök Al­manna­heill og ræðir við for­mann þeirra Jónas Guð­munds­son. Innan al­menna­heilla­sam­taka á Ís­landi eru lík­lega um 150 þúsund manns og þau leggja til 2-3 prósent af lands­fram­leiðslunni, stór hluti af þessu er sjálf­boða­liða­starf.

Vallar­vörður og kvik­mynda­stjarnan Blær Hin­riks­son tekur sér frí frá gras­s­lætti og færa mörk í Kórnum til þess að ganga rauða dregilinn og taka við al­þjóð­legum kvik­mynda­verð­launum. Margrét Erla Maack ræðir við Blæ.