Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Salan á Mílu frá Símanum er til umræðu og í þáttin koma Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar. Sigmundur Ernir fer yfir margt um um deilda sölu umm á tugi milljarða króna.

Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas listrænn stjórnandi í leikmunadeildum hefur um langt árabil starfað í kvikmyndageiranum í Bandaríkjunum. Hún fer yfir þann harmleik sem slysaskot leikarans Alec Baldwin á tökustað hafði í för með sér þar sem einn helsti listræni stjórnandi kvikmynarinnar lést.

Margrét Erla ræðir við Dröfn sem segir málið rakið til mismunandi hegðunar kvikmyndaframleiðenda gagnvart lögum um verkalýðsfélög og vinnuvernd.

Og veðurspáin á morgun, þriðjudag:

Gular viðvaranir verða í gildi vegna vinds eftir hádegi!

Það verður víða næturfrost í nótt og bjartviðri með morgninum. Snýst í austan og norðaustan storm eftir hádegi á suður- og suðausturlandi og á miðhálendinu og fer að rigna, fyrst sunnan til en snjókoma og hríð á hálendinu síðdegis. Heldur hlýnandi.