Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Forseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal, segir ekki um hvítþvott að ræða í skýrslu um viðbrögð KSÍ við kynferðisbrotamálum en hún sýni að brugðist var við eins og best var hægt í flestum tilvikum. Linda náði tali af honum í kvöld.

Verksmiðjubúskapur í heiminum gengur víða alltof langt og kemur niður á velferð dýra og manna. Ástæða er til að gera sömu kröfur til innfluttra dýraafurða og innlendrar framleiðslu, segir dr. Ólafur Dýrmundsson, búvísindafræðingur sem Elín Hirst ræðir við.

Veðurspáin fyrir morgundaginn: Á morgun verða yfirleitt austlægar áttir, 5-13 m/s. Rigning, slydda eða snjókoma með köflum en yfirleitt þurrt norðan til og á Vestfjörðum. Dregur úr úrkomu vestan til þegar líður á daginn. Hiti víðast 0-4 stig, mildast við sjóinn.