Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Brynjar Níelsson fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Sigríður Andersen fyrrverandi þingmaður flokksins telja eiga að vera utan ríkisstjórnar næsta kjörtímabil og safna kröftum. Þau mæta til Sigmundar Ernis.

Kenna þarf betur mörk óheilbrigðra samskipta og undanfara ofbeldis, segja aðstandendur Ofbeldisforvarnarskólans sem safna fyrir kennsluverkefni að breskri fyrirmynd. Linda Blöndal skoðar málið.

Eftir Kirkjubrunann í Grímsey hafa menn beint sjónum sínum að því hver gæti verið fyrsta fréttamyndin úr íslenskum samtíma. Helgi Jónsson tíðindamaður Fréttavaktarinnar fyrir norðan telur sig hafa fundið hana, með „hjálp“ Kristjáns Eldjárns.

Og veðurspáin er þessi: Á morgun snýst vindur til suðaustan áttar, 5-10 m/s og fer að rigna, fyrst suðvestanlands. Víðast rigning annað kvöld. Hiti 3-9 stig mildast syðst.