Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan

Á Frétta­vaktinni í kvöld er þetta helst:

Ey­þór Arnalds hefur lýst því yfir að hann vilji halda á­fram sem odd­viti flokksins. Hildur Björns­dóttir, borgar­full­trúi sjálf­stæðis­manna lýsti því yfir í gær­kvöldi að hún hygðist sækjast eftir odd­vita­sætinu.

Hildur fékk í­trekað boð um að vera með okkur hér en sá sér ekki fært að mæta. Ey­þór mætir á Frétta­vaktina til Lindu Blön­dal. Hann segir Sjálf­stæðir­flokkins samt ekki klofinn þrátt fyrir fram­boð Hildar.

Styrktar­börn SOS barna­þorpanna hafa á undan­förnum árum verið fjöl­skyldu­gjafir sem ís­lenskar fjöl­skyldur gefa sjálfum sér um jólin. Þorpin eru nú í 137 löndum og án tengsla við trúar­brögð eða stjórn­mál. Hjör­dís Rós Jóns­dóttir, fræðslu­stjóri hjá SOS barna­þorpum hittir Lindu stutt­lega.

Helst um veður helgarinnar:

Hæg­lætis verður á föstu­dag en á laugar­dag verður bæði hvasst og víða væta sam­fara hlýnandi veðri.