Vörumerkið ísland er ónýtt segir Þráinn Lárusson eigandi ferðaþjónustufyrirtækja á Austurlandi. Hann kallar eftir raunverulegri stefnu í ferðaþjónustu. Björn Þorláksson hitti Lárus fyrir austan.

Formaður félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni segir fólk fara af svæðinu í stórum hópum, sumt eignalaust og niðurbrotið eftir að sveitarstjórnin ákvað að loka án skiljanlegra raka. Hrafnhildur Bjarnadóttir er formaður Samhjóls félags hjólhýsaeigenda á Laugavatni og mætir til Lindu Blöndal

Á samgönguminjasafninu á Ystafelli í Köldukinn er gríðarlegt magn af faratækjum og glæsikerrum liðinna áratuga allt aftur til 1919. Sverrir Ingólfsson tók við af safninu af föður sínum. Sverrir stýrir þessu geysimikla safni úr hjólastól sem hann settist í fyrir nokkrum áratugum.

Stutt um veður frá Sigga Stormi:

Viðsnúningur verður í veðrinu síðdegis á morgun þegar lægð nálgast með hægt vaxandi vindi og rigningu, fyrst suðvestanlands.