Guðrún Aspelund, verðandi sóttvarnarlæknir biður fólk að gleyma ekki að Covid er enn í gangi um Verslunarmannahelgina. Í fyrsta sinn síðan að faraldurinn hófst verða stórar útiskemmtanir haldnar um allt land með. Guðrún mætir til Elína Hirst.

Tækifæri í kornrækt eru vannýtt hér á landi en það þarf að huga betur að styrkjum til að dekka áföll, líkt og stríðið í Úkraínu og mögulegan matvælaskort, segir Eygló Björk Ólafsdóttir, bóndi og kornræktanda í Vallanesi á Héraði. Björn Þorláksson tók hana tali.

Fyrirlestur stofn­enda ís­lenska appsins, sem nefnist Lilja, á fjölsóttri leiðtogaráðstefnu ytra, var talinn sá mikilvægasti og hreyfði við tilfinningum gesta svo eftir var tekið. Appið er for­vörn gegn kyn­ferðis­brotum og heimilisofbeldi. Nína Richter blaðamaður sótti ráðstefnuna.

Veðurhelst:
Nú með kvöldinu virkjast gular úrkomuviðvaranir sunnan jökla á Suðurlandi vegna mikils vatnsveðurs. Þessar viðvaranir gilda allan morgundaginn.