Kvíaeldi í sjó er umdeildasta málið á Austfjörðum þessa dagana og klýfur íbúa í fylkingar. Mikil sjónræn áhrif eldisins eru eitt helsta deiluefnið. Björn Þorláksson hitti fyrir austan Unni Birnu Karlsdóttur, forstöðumann Rannsóknarseturs HÍ á Austurlandi.

Herdís Storgaard, sérfræðingur í slysavörnum barna segir kraftaverki líkast að 18 mánaða barna sem féll út um glugga á fjórðu hæð hafi sloppið ómeitt. Hún brýnir fyrir fólki að huga að öryggi glugga þar sem börn eru. Herdís mætir til Elínar Hirst.

Netglæpir, Innherjasvik og upplýsingaleki er ekki nýtt af nálinni á stafrænni öld nema síður sé, segir Kristinn Andersen prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands í spjalli við Sigga Storm.

Það má fara margsinnis í Þórsmörk en það er alltaf eitthvað eftir, segja þeir Tómas Guðbjartsson fjallaleiðsögumaður og Sigmundur Ernir í vikulegu rabbi um gönguleiðir Íslands.

Og stutt af veðri frá Sigga Stormi: Það bjartviðri og góð hlýindi í kortum morgundagsins fyrir norðaustur- og austurland. Hiti gæti farið í 22°gráður á Héraði. Skýjaðra annars staðar.