Ólína Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur og rithöfundur og Steingrímur Sævarr Ólafsson fjölmiðlaráðgjafi ræða valdar fréttir vikunnar hjá Lindu Blöndal.

Ný sýn á alheiminn – NASA birti okkur fyrstu ljósmyndir frá James Webb-sjónaukanum voru birtar í vikunni. „Hugarsprengja“ var eitt orðanna sem kom fyrir í umræðum um hinar sögulegu myndir af alheiminum.

Salan á Vísi til Síldarvinnslunnar er stærsta innlend frétt vikunnar sem þau rýna í og auðvitað ber á góma sterkt frammistaða stelpnanna okkar á EM.

Kristinn Páll Teitsson íþróttafréttamaður og okkar maður í Englandi á EM sendir okkur viðtal við Þorstein Halldórsson landsliðsþjálfara og fær hans viðbrögð við jafnteflinu við Ítali í gær.

Hvað ef við sjáum náttúruna sem elskhuga en ekki auðlind, spyr Íris Stefanía Skúladóttir listakona sem býður fólki að kynnast náttúrunni á skemmtilegan hátt í sýningunni Náttúruhneigð. Margrét Erla Maack fór á röltið í guðsgrænni náttúrunni með Írisi.

Björk Eiðsdóttir ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins fer yfir helsta viðtal blaðsins sem kemur út á morgun og Ingunn Lára Kristjánsdóttir blaðamaður hvað helst er að gerast um helgina og í næstu viku í vikulegu viðburðardagatali í opnu föstudagsblaðsins í dag sem nefnt er einfaldlega „Frímínútur“