Ólánsdagurinn svonefndi, 28. júlí, er í dag, þegar mannkynið er búið með allar auðlindir sem Jörðin getur skaffað á einu ári. Dagurinn færist stöðugt framar á dagatalinu vegna óheyrilegrar neyslu. Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur, helsti sérfræðingur landsins á sviði umhverfismála mætir til Elínar Hirst.

Ketill Ágústsson, 15 ára trúbador og knattspyrnumaður tekst á við nýtt hlutverk í leiksýningunni Níu líf í haust. Hann þakkar Bubba Morthens að hann hafi tekið ákvörð um vímulausan lífstíl. Ketill og fyrirmyndin Bubbi hittast á Fréttavaktinni og taka saman lagið. Þeir mæta til Björns Þorlákssonar í settið.

Og örstutt um veðrið í boði Sigga Storms:

Skaplegasta veðrið þessa verslunarmannahelgina verður á sunnanverðu landinu. Þar verða sólarglennur og yfirleitt þurrt þó það blási nokkuð með ströndum.