Hval­veiðar Ís­lendinga eiga að vera gegn­sæjar og sýni­legar þannig að al­menningur og stjórn­völd viti hvernig þær fara fram segir þýskur að­gerðar­sinni sem fylgist fram­gangi hval­veiða hér við land. Frétta­mönnum Frétta­blaðsins og Frétta­vaktarinnar var meinaður að­gangur að Hval­stöðinni í dag. Elín Hirst var í Hval­firðinum í morgun.

Sigurður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sóknar­flokksins og inn­viða­ráð­herra segir að þegar afla­heimildirnar færist á æ færri hendur séu for­sendur fyrir ó­breyttu veiði­gjaldi brostnar. Rætt er við hann um kaupin á Vísi í Grinda­vík og einnig nýtt sam­komu­lag ríkis og sveitar­fé­laga um upp­bygginu hús­næðis um landið allt.

Tómas Guð­bjarts­son og Sig­mundur Ernir fara að þessu sinni yfir vest­firsku fjöllin í viku­lega rabbi um göngu­leiðir Ís­lands.

Kristinn Páll Teits­son verður með okkur í þættinum frá Cre­ve í Eng­landi en stelpur mæta næst til leiks á morgun gegn Ítalíu.

Hæg­viðra­samt verður á landinu á morgun og sum­staðar skúrir, einkum seinni­partinn. Hiti að 18 stigum á Suð­austur­landi.