Kristinn Páll Teitsson íþróttafréttamaður verður með okkur í þættinum frá Rotherham í Englandi en stelpur mæta næst til leiks í kvöld gegn sterku liði Frakklands.

Flutningur þjóðvegar 1 við Borgarnes hugnast ekki öllum íbúum svæðisins. Svo virðist sem andstaða við flutning þjóðvegar 1 við Borgarnes sé meiri þeim sem búa í Borgarnesi en þeim er fjær búa. Þetta er niðurstaða nýlegrar könnunar sem Envalys gerði fyrir Samgöngufélagið. Siggi stormur var í Borgarfirði og kynnti sér málið.

Þó að tólf mánaða börn í Reykjavík fái staðfest leikskólapláss þýðir ekki að þau þau fari strax í skólann. Leikskóli sem átti að vera tilbúinn í sumar verður klár í október. Foreldrar vilja að staðið sé við kosningaloforð en lítil sem engin upplýsingagjöf er til foreldra og fátt um svör. Margrét Erla Maack ræddi við Kristínu Tómasdóttur og Inga Bekk sem bæði eru foreldrar ungra barna sjá ekki fram á að geta skipulagt fjölskyldulífið í svo gríðarlegri óvissu.

Og Burstastaðaættin heldur viðteknum hætti og hélt sitt reglulega ættarmót á dögunum. Helgi tíðindamaður fyrir norðan mætti á ættarmót en þau eru mörg hver haldin nú um mundir.

Og veðrið í stuttu máli fyrir morgundaginn: Að líkindum verður bjartasta veðrið á Vestfjörðum og Vesturlandi á morgun með hitatölum að 17 stigum inni á fjörðum. Rigning með köflum sunnan og austan til á landinu.