Á Fréttavaktinni í kvöld segjum við frá því að formaður Framsýnar á Húsavík segir að Útgerðarfélagið Vísir hafi haft uppi stór áform á Húsavík og handsalað loforð en síðan farið burt með allan kvótann og vinnsluna.

Við ræðum við Sigurborgu Daðadóttur yfirdýralækni og fulltrúa umhverfisverndarsinna sem fylgjast með hvalveiðunum í hvalstöðinni. Þeir segja að mikill misbrestur sé á að veiðiaðferðirnar séu samkvæmt reglum um dýravelferð.

Boris Johnsson sem brátt lætur af embætti forsætisráðherra í Bretlandi kvaddi þingið með eftirminnilegum hætti í dag. Við heyrum kveðjuorðin sem vöktu mikla kátínu.

Það verður almennt góðviðri á morgun og um helgina, hæglætisveður, bjart með köflum og víða síðdegisskúrir. Hlýtt í veðri með hita víðast 11-18 stig.

Sigurður Þ. Ragnarsson fer ítarlega yfir veðrið um helgina .