Seðlabankar víða um heim gerðu mikið mistök með aðgerðum sínum í heimsfaraldrinum. Nú þurfa þeir pólitískan stuðning til að vinda ofan af afleiðingunum, segir Jón Daníelsson prófessor í hagfræði við London School Of Economics í viðtali við Guðmund Gunnarsson ritstjóra Markaðar Fréttablaðsins

Stórtónleikarnir Rokk í Reykjavík eru þröng og gamaldags skilgreining á rokki og fjarvera tónlistarkvenna vandræðaleg tímaskekkja. Andrea Jónsdóttir, rokkspekingur með meiru og Sóley Stefánsdóttir tónlistarkona og formaður KÍTON (Konur á Íslandi í tónlist). Þær mæta til Lindu Blöndal.

Gönguleiðirnar á milli Eyjafjarðar og Skjálfanda eru tilkomumiklar – þar eru iðamiklir og gróskuríkir dalir sem komnir eru i eyði. Eytt stærsta svæði eyðibýla er á gönguleiðum þessum. Sigmundur Ernir og Tómas Guðbjartsson halda áfram umfjöllun um draumkenndar gönguleiðir um landið líkt og alla miðvikudaga.