Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir Covid ekki liðna tíð nema þvert á móti, margir séu að smitast á ný þar sem bólusetning endist takmarkað. Haustið muni reyna á þol samfélagsins.

Ari Eldjárn segir um milljón manns bætast við mannfjöldann í Edinborg þegar Edinborgahátíðin er haldinn en þangað heldur Ari bráðlega enn á ný.

Bílaútgerð á Ystafelli utan Eyjafjarðar á sér áratuga langa sögu og Bílasafnið ásamt öðrum minjum þar er einstakt á landsvísu.