Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir að alvarlegan fjárhagsvanda hjúkrunarheimila á landinu megi rekja til þess að vonlaust sé að semja við eina viðsemjandann við borðið, ríkisvaldið.

Gísli Páll Pálsson er formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu
Mynd/Hringbraut

Guðrún Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Kjöríss í Hveragerði sem kom sá og sigraði í prófkjöri sjálfstæðismanna á Suðurlandi um helgina segist ótrauð stefna að ráðherradómi á hausti komanda.

Guðrún Hafsteinsdóttir er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi
Mynd/Hringbraut

Og íslenskir matreiðslumeistarar hafa stofnað jafnréttisfélag af því að þeim finnst hópur kokka hér á landi vera alltof einsleitur; í hópinn vanti bæði konur og innflytjendur frá öllum heimsálfum.

Ólöf Helga Jakobsdóttir, matreiðslumeistari og Þórir Erlingsson forseti klúbbs matreiðslumeistara
Mynd/Hringbraut

Fréttir dagsins innan- og utanlands eru í höndum Fanndísar Birnu, blaðamanns og Jóns Þórissonar, ritstjóra.

Mynd/Hringbraut

Fréttavaktina má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.