Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan
Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:
Óvissa vegna talningar eftir Alþingiskosningarnar er enn mikil Magnús Davíð Norðdahl, hæstaréttarlögmaður og oddviti Pírata í norðvesturkjördæmi, hefur beitt sér ásamt sínum flokki fyrir því að kæra kosningarnar í kjördæminu til yfirkjörbréfanefndar Alþingis. Þau fara fram á að aftur verið kosið í kjördæminu.
Magnús mætir til Lindu Blöndal í kvöld.
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstarréttardómari, mætir í þáttinn og leggur áherslu að ekki sé tilefni til mikils uppþots vegna „kæruleysis“ við meðferð kjörgagna í Norð-vestur kjördæmi. Hins vegar sé ekkert yfirvald annað sem geti tekið lokaákvörðun hvaða fólk séu réttkjörnir þingmenn af þeim fimm sem hrókeruðust inn og svo út vegna endurtalningar í kjördæminu.
Og veðurspá Sigurðar Þ. Ragnarssonar jarð- og veðurfræðings fyrir miðvikudag er svona:
Það verður sunnan eða suðaustan átt, allhvöss eða hvöss vestan til en annars hægari. Skúrir eða slydduél en þurrt og skýjað með köflum norðaustan og austan til. Hiti víðast 5-9 stig, hlýjast austanlands.