Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta:

Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar og Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar fara yfir fréttir vikunnar með Lindu Blöndal. Þau eru harðorð í garð ríkisstjórnarinnar sem þau segja hafa tafið fyrir því að þing geti komið saman, að Alþingi verði sett á ný þegar 8 vikur eru frá kosningum. Alþingi verður sett næsta þriðjudag en fjárlagafrumvarpið þó ekki lagt fram eins og vanalegt er.

Örn Árnason, leikari er Gestur Margrétar Erlu og fer yfir sýningu sína sem loks er hægt að frumsýna: Sjitt, ég er Sjitt, 60+ sem sýnt er í Þjóðleikhuskjallaranum.

Veðurspáin fyrir helgina er þessi í kortum frá Sigga Stormi:

Á morgun laugardag verða norðlægar áttir, 8-15 m/s en mun hvassara í vindstrengjum austanlands. Bjartviðri en skýjað og stöku él á norðaustanverðu landinu. Hiti nálægt frostmarki en talsvert frost til landsins.

Á sunnudag eru horfur á fremur stífri suðvestan átt, víðast 8-15 m/s en 15-20 í vindstrengjum norðanlands. Rigning og síðar skúrir en úrkomulítið landinu austanverðu. Hiti 2-7 stig síðdegis.