Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan - en hann er frumsýndur öll virk kvöld Kl.18.30

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Leikskólinn Sælukot á ekki að hafa leyfi til að starfa áfram segir tveir fyrrverandi starfsmenn sem segja frá mörgum alvarlegum brotalömum í starfseminni sem þeir urðu vitni að. Elín Ásta Sólskríkja og Sigurbjörg Árnadóttir unnu báðar á leikskólanum og eru harðorðar í garð þess sem þar fór fram.

Alger biðstaða er enn í Afganistan en Talíbanar hafa enn ekki fengið samþykki alþjóðasamfélagsins á lögmæti sínu sem stjórn landsins. Stjórnvöld í Hvíta Rússlandi nota flóttafólk gegn Evrópusambandinu og fólkið býr við landamærin í frosti og matarskorti. Gunnar Hrafn Jónsson blaðamaður fer yfir þetta.

Fágæt ferð nemenda og kennara á Húna fyrir norðan var skrautleg eins og sjá má þegar báturinn lagði úr höfn á Akureyri með fríska og glaða krakka.

Veðurspáin fyrir morgundaginn, fimmtudag:

Það verður austan eða suðaustan strekkingur 5-13 m/s. Rigning eða slydda af og til á landinu sunnan og vestanverðu, með snjókomu í uppsveitum. Bjart norðan til í fyrstu en þykknar upp og fer að snjóa síðdegis á morgun. Hiti 0-5 stig en víða frost til landsins.