Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðir bága stöðu Miðflokksins eftir kosningarnar. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn innihaldsslausan kerfisflokk.

Mál hlaðkonunnar á Reykjavíkurflugvelli, sem var upp störfum þrátt fyrir trúnaðamannastöðu, er til umræðu í viðtali sem Björn Þorláksson á við Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóra Eflingar.

Agnes Wild leikstjóri og Sigrún Harðardóttir tónlistarkona mæta til Margrétar Erlu Maack og tala um kornabörn í íslensku leikhúsi.

Veðurspáin er síðan svona hjá Sigurði Þ. Ragnarssyni: Á morgun, þriðjudag:

Norðaustan 15-25 m/s á morgun, hvassast suðaustanlands. Snjó eða slydduél um norðan- og austanvert landið en léttir til sunnan til og vestan. Hiti 0-7 stig að deginum.