Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Lyfjabyrlanir á skemmtistöðum er staðreynd sem vekur óhug. Sumir vertar kalla þetta faraldur. Málið snýst um lífshættulegar byrlanir á börum þar sem konur eru svo misnotaðar og þeim nauðgað - ef þær ná ekki að sleppa í tæka tíð með hjálp vina. Tinna Haraldsdóttir hefur reynslu af því að hafa verið byrlað ólyfjan á bar og Birna Dröfn Jónasdóttir blaðamaður sem ritaði frétt dagsins um málið á forsíðu Fréttablaðsins mæta til Margrétar Erlu Maack.

Verzlunarskóli Íslands hefur tekið upp kynjakvóta inn í skólann en mun fleiri stúlkur hafa verið í bekkjum þar undanfarin missari. Guðrún Inga Sívertsen, skólastjóri mætir til Lindu Blöndal í þáttinn

Valur Gunnarsson, rithöfundur rekur hvernig „rússneski björninn“ sýnir á ný klærnar, nýkominn frá Moskvu.

Veðurspáin er þessi fyrir morgundaginn, miðvikudag:

Það verða norðaustan 10-18 m/s norðvestan til og með ströndum nyrðra annars mun hægari. Rigning á norðan og norðvestanverðu landinu, annars yfirleitt þurrt og bjart með köflum. Hiti 3-7 stig á láglendi.