Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta helst:

Ráðherrakapall ríkisstjórnarinnar er að sumu leyti illskiljanlegur, segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor sem telur að augljós hrossakaup hafi átt sér stað milli stjórnarflokkanna þriggja um málaflokka.

Heimildamynd um einn áhugaverðasta listamann þjóðarinnar sem býr við mikla fötlun sýnir styrk mannsandans. Myndina gera Friðrik Þór Friðriksson og Vilborg Einarsdóttir .

Nýjar jólavættir líta dagsins ljós - íslenskir grænkerar leika sér að jólaarfinum og kynna til leiks Tófúpressi, Plöntuklók og fleiri. Axel F. Friðriksson grafískur hönnuður mætir í jólapeysunni sinni til Margrétar Erlu.

Veðurspáin er þessi fyrir morgundaginn, fimmtudag:

Það er fyrst viðvörun, gul viðvörun, frá miðnætti í kvöld til sjö í fyrrmálið fyrir Faxaflóa og Breiðafjörð vegna vinda og hríðarveðurs, en úrkomuskil ganga yfir landið í nótt með snjókomu og síðar rigningu.

Á morgun snýst vindur til suðvesturs, 5-13 m/s með skúrum eða éljum en úrkomulítið eftir hádegi á landinu norðanverðu. Hiti 0-5 stig á láglendi.