Lilja Alfreðsdóttir ráðherra fjölmiðlamála fordæmir tölvuárás sem gerð var á vef Fréttablaðsins í morgun.  Hún segir gagnrýni rússneska sendiráðsins ekki eiga rétt á sér því hér á landi séu fjölmiðlar frjálsir.   Hún telur málið grafalvarlegt.

Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir það þekktar aðferðir hjá rússum að beita tölvuárásum, en oft séu þetta laustengdir aðilar stjórnvöldum.  Við ræðum við hann og Steinunni Þóru Árnadóttur alþingismann um þetta mál.

Foreldrar ungra barna komu saman í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun til að mótmæla úrræðaleysi í dagvistunarmálum.  Einar Þrosteinsson forseti borgarstjórnar segir alvarlega að áætlanir fyrri meirihluta gangi ekki eftir.

Og Sigurður Þ. Ragnarsson verður með ítarlega helgarveðurspá. Það verður rólegheitarveður um helgina og víðast bjart með köflum. Siggi stormur fer yfir veðurhorfur helgarinnar í þættinum.